Fréttir

Það er hægt að reykja lax á magvíslegan máta, það má leggja hann á grindur í reykofn eða láta hann liggja á kafi í reykpækil. Svo má reykja hann upp á gamla mátan, með því að hengja hann upp á snæri í reykhúsi.
 • 0 mínútur í lestri
Aukin umsvif í sölu á fiski og fjölgun ferðamanna kallar á nýtt reykhús. Verið að að reisa nýtt Reykhús fyrir Fisherman á Vestfjörðum sem mun annast þær vinsældir sem reyktur og grafinn fiskur Fisherman hefur hlotið um allan heim.
 • 0 mínútur í lestri
Fisherman hefur verið leiðandi á markaði þegar kemur að umhverfisvænum umbúðum og nú höfum við kynnt til sögunar nýjar pappírsumbúðir fyrir ASC umhverfisvottaðan reyktan og grafinn fisk.
 • 0 mínútur í lestri
Með tilkomu nýju Fisherman þorskbitana í tempura er fiskur ekki lengur bara mánudagsmatur, heldur frábær föstudagsmatur að hætti Breta.
 • 0 mínútur í lestri

Fisherman fagnar 20 ára afmæli 30. desember 2020. Þann 30.desember 2000 á Suðureyri var fyrirtækið VEG-gisting stofnað af þeim Elíasi Guðmundssyni, Guðmundi Svavarsyni og Val Richter. Tilgangurinn var að endurbyggja gamalt hús sem til stóð að rífa niður. Húsið fékkst fyrir 50 þúsund krónur og unnið var að endurbyggingu hússins sem áhugamál með annari vinnu.

 • 0 mínútur í lestri
Það er ekki að ástæðulausu að fiskibollurnar okkar er ein vinsælasta varan í netversluninni, enda eru þær bæði bragðgóðar og einfaldar í eldun. Fiskibollur Fisherman eru gamaldags fiskihakkbollur með lauk, eldaðar eftir gömlum vestfirskum hefðum, þar sem engu er til sparað. Með því að nota fiskihakk í fiskibollurnar, fremur en fiskifars, eins og algengt er í dag, verður áferðin grófari og bollurnar bragðbetri.  Alveg eins og amma er vön að gera þær. 
 • 0 mínútur í lestri
Þessa dagana er allt á fullu í reykhúsi Fisherman.  Þar er unnið hörðum höndum við að hangireykja og grafa lax enda hefur hann verið ómissandi partur af jólaborði landsmanna. Íslendingar vilja njóta yfir hátíðirnar og eru Fisherman vörurnar bragðgóð hágæðavara sem hentar fyrir þá sem vilja staldra við og gera vel við sig og sína.
 • 0 mínútur í lestri
Það er auðveldara en þú heldur að panta fisk frá netverslun Fisherman og fá sent heim að dyrum, hvert á land sem er. Inn á vefverslun okkar má finna mikið úrval af ferskum og frosnum fiski ásamt tilbúnum fiskiréttum, sósum og öðru meðlæti. Þá bjóðum við einnig upp á mjög gott úrval af gröfnum, hangi- og heitreyktum laxi, silungi og bleikju.
 • 0 mínútur í lestri
Galdurinn á bakvið gott veisluhlaðborð er hangireyktur lax frá Fisherman. Laxinn er þurrsaltaður og hengdur upp á snæri og reyktur á gamla mátann. Þannig að fiskurinn inniheldur engin aukaefni. Hjá Fisherman er hangreykti laxinn hengdur upp og kaldreyktur sem tryggir einstakt bragð og frábær gæði. Með því að hengja laxinn upp í reykingu lekur meira vökvi af honum sem gerir fiskinn þéttari í sér og enn bragðbetri.
 • 0 mínútur í lestri
Fisherman færir þér Fish & Chips heim. Þorskurinn í smartboxunum hefur slegið í gegn enda framleiddur af natni með leyniuppskrift og aðferð í eldhúsi okkar til að tryggja gæði og bragð beint heim til þín.
 • 0 mínútur í lestri
Fisherman býður upp á fjölda fiskrétta í gastro bökkum sem eru tilvaldir fyrir stóreldhús.  
 • 0 mínútur í lestri
Smartbox Fisherman innihalda frosin fisk og er hægt að panta í netverslun.
 • 0 mínútur í lestri

Search