Fréttir

Þrátt fyrir það, er alltaf gaman að prófa eitthvað aðeins öðruvísi og setja gömlu góðu fiskihakkbollurnar í nýtt samhengi með nýju hráefni. Það er til dæmis einstaklega skemmtilegt og bragðgott að nota fiskihakkbollurnar í litla fiskibolluborgar með beikoni, basilíku og öðru gúmmulaði.

Það er fátt jafn hátíðlegt eins og fallegur jólakrans. Hví ekki að hafa hann bragðgóðan líka og gera hann úr hangireyktum laxi frá Fisherman. Réttur sem setur hlaðborðið í enn hátíðlegri búning.

Jól og áramót er tíminn til draga fram kokteil glösin og fylla af bragðgóðu sjávarfangi og meðlæti. Hangireyktur lax í bland við gott grænmeti og osta er hin fullkomin blanda. Hvort sem það er forréttur, á hlaðborðið eða í kokteilboðið.

Réttur sem vekur skemmtilega athygli og lyftir stemmingunni upp á næsta stig.

Carpaccio með hangireyktum lax frá Fisherman er einstaklega fljótlegur, fallegur og bragðgóður réttur, hvort sem ykkur vantar fágaðan forrétt, skemmtiegan bröns eða léttan hádegismat.
Viltu hámarka upplifun gesta okkar, skapa skemmtilegar minningar og vinna í vestfirsku þorpi þar sem allir elska fisk?  Við leitum að metnaðarfullu starfsfólki með ríka þjónustulund til að koma í hópinn og takast á við komandi sumarvertíð.
Það er hægt að reykja lax á magvíslegan máta, það má leggja hann á grindur í reykofn eða láta hann liggja á kafi í reykpækil. Svo má reykja hann upp á gamla mátan, með því að hengja hann upp á snæri í reykhúsi.
Aukin umsvif í sölu á fiski og fjölgun ferðamanna kallar á nýtt reykhús. Verið að að reisa nýtt Reykhús fyrir Fisherman á Vestfjörðum sem mun annast þær vinsældir sem reyktur og grafinn fiskur Fisherman hefur hlotið um allan heim.
Fisherman hefur verið leiðandi á markaði þegar kemur að umhverfisvænum umbúðum og nú höfum við kynnt til sögunar nýjar pappírsumbúðir fyrir ASC umhverfisvottaðan reyktan og grafinn fisk.
Með tilkomu nýju Fisherman þorskbitana í tempura er fiskur ekki lengur bara mánudagsmatur, heldur frábær föstudagsmatur að hætti Breta.

Fisherman fagnar 20 ára afmæli 30. desember 2020. Þann 30.desember 2000 á Suðureyri var fyrirtækið VEG-gisting stofnað af þeim Elíasi Guðmundssyni, Guðmundi Svavarsyni og Val Richter. Tilgangurinn var að endurbyggja gamalt hús sem til stóð að rífa niður. Húsið fékkst fyrir 50 þúsund krónur og unnið var að endurbyggingu hússins sem áhugamál með annari vinnu.

Það er ekki að ástæðulausu að fiskibollurnar okkar er ein vinsælasta varan í netversluninni, enda eru þær bæði bragðgóðar og einfaldar í eldun. Fiskibollur Fisherman eru gamaldags fiskihakkbollur með lauk, eldaðar eftir gömlum vestfirskum hefðum, þar sem engu er til sparað. Með því að nota fiskihakk í fiskibollurnar, fremur en fiskifars, eins og algengt er í dag, verður áferðin grófari og bollurnar bragðbetri.  Alveg eins og amma er vön að gera þær. 
Þessa dagana er allt á fullu í reykhúsi Fisherman.  Þar er unnið hörðum höndum við að hangireykja og grafa lax enda hefur hann verið ómissandi partur af jólaborði landsmanna. Íslendingar vilja njóta yfir hátíðirnar og eru Fisherman vörurnar bragðgóð hágæðavara sem hentar fyrir þá sem vilja staldra við og gera vel við sig og sína.

Search