Með tilkomu nýju Fisherman þorskbitana í tempura er fiskur ekki lengur bara mánudagsmatur, heldur frábær föstudagsmatur að hætti Breta.
Uppruni Fish & Chips í Bretlandi er ekki á hreinu, né hve lengi Bretar hafa boðið upp á þennan þjóðarrétt sinn, en meðal fyrstu heimlida um Fish & Chip veitingastað má finna í bók Charles Dickens um Oliver Tvist árið 1838 þar sem hann skrifar um “Fried fish warehouse”.
Bretar elska fisk á föstudögum
Eitt vitum við að áratugum saman hefur Fish & Cips verið föstudagsmatur Breta, sem fjölmenna á svokallaða “Chippy” veitingastaði (slangur fyrir Fish & Chips take away) í lok vikunnar til að gæða sér á gómsætum fiskibitum í stökkum tempura hjúp ásamt frönskum. Ástæða þess að Fish & Chips á svo sterk tengls við föstudaga í Bretlandi má rekja til kristinnar trúar, þar sem ekki mátti borða kjöt á föstudögum. Þannig skapaðist sú hefð að borða Fish & Chips í lok vinnuvikunnar þegar fjölskyldan vildi gæða sér á fljótlegum og bragðgóðum take-away mat sem öll fjölskyldan elskar. - Vinsældirnar eru enn svo miklar að í dag eru um 10,000 Fish & Chips staðir í Bretlandi og þess fyrir utan bjóða flestir barir og veitingastaðir upp á sína leyni útgáfu af Fish & Chips.
Foreldaður tempurahjúpur tryggir stökka bita á meðan fiskurinn helst ferskur og safaríkur.
Núna býður Fisherman upp á sína íslensku útgáfu af Fish & Chips sem er ótrúlega bragðgóð og einföld í eldun. Þorskbitarnir eru settir ferskir í tempuradeig í framleiðslueldhúsi Fisherman fyrir vestan, þar sem hjúpurinn er djúpsteikur, án þess að fiskurinn eldist. Að því loknu eru bitarnir hraðfrystir sem tryggir hámarks gæði og ferskleika. Með því móti ert þú að frumelda safaríkan fiskinn heima í ofninum hjá þér á meðan tempura hjúpurinn er að fá sína aðra eldun sem gerir hann einstaklega stökkan og bragðgóðan.
Það er því algjör óþarfi að djúpsteikja bitana heima hjá þér, því við erum búin að því fyrir þig. Það er nóg að setja þá frosna inn í ofn í 15-20 mínútur á 200°C til að galdra fram fullkomna stökka djúpsteikta fiskibita. Þá er tilvalið að setja franskarnar með inn í ofninn og elda allt saman. - Einfaldara verður það varla.
Hvað finnst þér best með fisk og frönskum?
Það er misjafnt hvað fólk vill borða með Fish & Chips, allt frá því að bjóða bara upp á edik og salt yfir í baunakássu, lauk, súrar gúrkur, brúna sósu og egg. Við mælum með því að bera fiskinn fram með grænum baunum, sítrónu og Fisherman tartarsósu, sem fullkomnar þennan frábæra föstudagsmat.
Átt þú eitthvað leynimeðlæti eða ertu klassíska týpan? Sýndu okkur endilega hvernig þér finnst best að bera fram Fisherman fisk og franskar með því að taka mynd af matseldinni hjá þér og nota myllumerkið #FishermanIceland.
Hér er hægt að panta Fisherman þorsk í tempura í heimsendingu.
Ertu ekki líka örugglega fylgja Fisherman á Facebook og Instagram?