Tekið er við pöntunum í síma 450-9000 og í netfanginu fisherman@fisherman.is

Nýjar plastlitlar umbúðir fyrir umhverfisvottaðan Fisherman fisk.

Fisherman hefur verið leiðandi á markaði þegar kemur að umhverfisvænum umbúðum og nú höfum við kynnt til sögunar nýjar pappírsumbúðir fyrir ASC umhverfisvottaðan reyktan og grafinn fisk.

Pakkningarnar eru gerðar úr FSC umhverfisvottuðum pappír og prentun fer fram í Svansvottaðir prentsmiðju á Íslandi. Hver pakkning inniheldur aðeins 4gr af plasti, sem við erum virkilega stolt af, enda ógnar plastið lífríki sjávar og það er því okkur mikið kappsmál og ljúf skylda að takmarka allt plast í framleiðslu okkar og sölu.

Plastlitlar umbúðir utan um umhverfisvottaðan Fisherman fisk er liður í því að minnka vistspor fyrirtækisins og fisksins sem við seljum, með áherslu á að vernda umhverfið, þangað sem við sækjum fiskinn okkar.

Fyrir okkur er mikilvægt að hugsa allt framleiðsluferlið frá sjó og upp á disk hjá þér með umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Það gerum við með umhverfisvænum veiðum og fiskeldi, fullnýtum fiskinn, notum umhverfisvæna orku í framleiðsluna og pökkum vörunni í fallegar umhverfisvænar umbúðir. Þannig getur þú verið viss um að fiskurinn frá Fisherman sé með eins lágt vistspor og mögulegt er.

Inn á alþjóðlegu vefsíðu okkar má svo nálgast frekari upplýsingar um vistspor Fisheman og fræðast meira umhverfisstefnu okkar.

 

Search