Hvað gerir Fisherman að vistvænum matvælaframleiðanda?

Fisherman starfar í litlu sjálfbæru sjávarþorpi á Vestfjörðum í nálægð við hreina náttúru og gjöful fiskimið. Það er okkur því mikið kappsmál að virða og vernda það umhverfi sem við byggjum lífsviðurværi okkar á til framtíðar. 

Galdurinn á bakvið hágæða hráefni er hrein náttúra og rétt meðhöndun hráefnis. Starfsfólk Fisherman hefur langa reynslu af fiskverkun, enda margir fæddir og uppaldnir í sjálfbærum vestfirskum sjávarþorpum.

Fisherman hefur starfað í rúm 20 ár og lagt mikla áherslu á sjálfbærni og umhverfisvitund frá fyrsta degi. Við erum stöðugt að vinna að því og finna leiðir til að gera rekstur okkar og vinnslu umhverfsivænni og tryggja hámarksgæði afurða okkar með lágmarks vistspor. - Lykillinn á bakvið það að geta boðið upp á fyrsta flokks vistvæna matvælaframleiðslu er sú staðreynd að við störfum í sjálfbæru og umhverfisvænu samfélagi.

Það þarf heilt þorp til að framleiða hágæða sjávarfang.

Í fæðingarþorpi Fisherman hefur lengi verið lögð mikil áhersla á umhverfismál. Bæði á meðal bæjarbúa og fyrirtækja á svæðinu, ásamt sveitafélagi. Til að mynda er allt rusl flokkað og endurunnið. Grunnskólinn er með grænfánann, sem vottar umhverfisvænt skólastarf og bryggjan hefur verið með Bláfánann frá árinu 2008. Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem er veitt smábátahöfnum sem stuðla að verndun strandsvæða og lífríki hafsins.

Fiskur er með lágt kolefnisspor.

Fiskur er hrein náttúruafurð sem hefur lágt kolefnisspor miða við marga aðra matvælaframleiðslu. Fiskurinn sem við vinnum er veiddur á umhverfisvænan hátt með MCS vottun um sjálfbærni og virðingu við náttúruna. Króka- og línuveiðar eru einhverjar umhverfisvænustu fiskveiðar heims, sem skaða ekki lífríki hafsins né raska botni hans. Staðsetning okkar í nálægð við gjöful fiskimið lágmarkar einnig alla olíunotkun.

Sá fiskur sem við fáum úr fiskeldi á Vestfjörðum er ASC umhverfisvottaður sem er ein strangasta umhverfisvottun heims. Við erum því afar stolt af því að bjóða upp á bæði ASC og MCS umhverfisvottaðan fisk í vöruframboði Fisherman.

Hágæða handverk á Vestfjörðum.

Í reykhúsi okkar og framleiðslueldhúsi á Vestfjörðum starfar framúrskarandi fólk sem hefur ástríðu fyrir því að framleiða hágæða matvæli sem skaða ekki umhverfi sitt. Allt starfsfólk Fisherman er meðvitað um umhverfisstefnu fyrirtækisins og starfar eftir henni. Öll raforka og vatn sem Fisherman þarf í framleiðslu sína er sótt á umhverfisvænan hátt í nærumhverfi sitt. Hvort sem það er rafmagn frá vatnsaflsvirkjun eða heitt vatn frá jarðhitasvæði.

Öll okkar vöruþróun byggist á því að stíga enn stærri skref inn í umhverfisvæna framtíð. Við erum því alltaf að leita af leiðum til að bjóða upp á fyrsta flokks afurðir með sem lægst umhverfisspor. Nýju pakkningar okkar úr pappír eru skýr merki um þá umhverfisstefnum sem við störfum eftir hjá Fisherman og endurspegla þá sýn sem við höfum þegar kemur að umhverfismálum.

Pakkningar Fisherman eru gerðar úr FSC umhverfisvottuðum pappír og prentaðar í Svansvottaðari prentsmiðju. Með því að hafa umbúðir okkar að mestu úr pappír getum við dregið verulega úr plastnotkun. Til að mynda eru aðeins 4gr. af plasti í umbúðum okkar fyrir reyktan og grafinn ASC vottaðan fisk.

Fullvinnsla sjávarafurða.

Fisherman er aðeins einn hlekkur í mikilvægri keðju í fullvinnslu og nýtingu á sjávarafurðum. Fisherman fullvinnur fisk í fallegar neytendapakkningar en það hráefni sem við getum ekki nýtt, líkt og hausa, bein og annan afsskurð er fullnýtt hjá öðru fyrirtæki í þorpinu. Þannig tekst okkur að fullvinna allan þann fisk sem kemur að landi í okkar sjálfbæra sjávarþorpi.

Ekkert fer til spillis.

Hvað getur þú gert?

Fyrir okkur er mikilvægt að hugsa allt framleiðsluferlið frá hafi og upp á disk hjá þér með umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Það gerum við með umhverfisvænum veiðum og fiskeldi, fullnýtum fiskinn, notum umhverfisvæna orku í framleiðsluna og pökkum vörunni í umhverfisvænar umbúðir. Þannig getur þú verið viss um að fiskurinn frá Fisherman sé með eins lágt vistspor og mögulegt er.

Að lokum má ekki gleyma því að neytendur hafa hlutverk og ábyrgð í umhverfisstefnu okkar. Þeirra framlag skiptir ekki minna máli en okkar. Neytendur verða að vera meðvitaðir um þær vörur sem þeir kaupa og velja umhverfisvæna kosti, svo er mikilvægt að neytendur flokki og endurvinni allar umbúðir og lágmarki matarsóun.

Saman getum við verndað og varðveitt umhverfi okkar og náttúru með sjálfbærum og ábyrgum hætti.

Search