FISHERMAN SÆLKERAFERÐ

Viltu upplifa vestfirskt sjávarþorp frá fyrstu hendi og smakka á hágæða fiskmeti sem er framleitt á staðnum?

Sælkeraferð Fisherman er skemmtilegt, fróðleg og bragðgóð 60 mínútna gönguferð um vestfiskt sjávarþorp. Í ferðinni færð þú að kynnast sjávarþorpinu í fylgd með heimamanni, sem fræðir ykkur um það hvernig allt þorpið hverfist um fisk, fiskveiðar og vinnslu.

Gestir ferðarinnar fá meðal annars að heimsækja starfstöðvar Fisherman og smakka á því fjölbreytta fiskmeti sem er unnið hjá Fisherman.

Ferðin hefst á gestamóttöku Fisherman við Aðalgötu 15 á Suðureyri. Sælkeraferðin tekur eina klukkustund og innifalið í verði er leiðsögn, heimsóknir og fiskismakk.

Sælkeraferð Fisherman er í boði flesta daga vikunnar. Til að kanna möguleikann á því að fara í ferðina okkar sem og verð- eða hópafyrirspurnir biðjum við þig um senda okkur línu á netfangið fisherman@fisherman.is

FISHERMAN HÓTEL

Njóttu þess að slaka á í faðmi fagra fjalla í nálægð við hafið í litlu sjávarþorpi á Vestfjörðum. Hótelið okkar er staðsett í hjarta þorpsins, þar sem er stutt í alla þjónustu og náttúran allt um kring.

Hótelið okkar býður upp á fjölda herbergja, allt frá eintaklingsherbergjum með sameiginlegu salerni upp í stór fjölskylduherbergi með sér baðherbergi.

Gestum hótelsins stendur til boða morgunverður að hætti Fisherman án endurgjalds auk þess sem að það er ókeypis þráðlaust net á öllu hótelinu. Á Hótelinu er einnig bistro og bar, þar sem gestir geta notið góðra veitinga og drykkja.

Gestamóttaka Fisherman er á Aðalgötu 15, 430 Suðureyri og síminn er (+354) 450 9000 eða (+354) 450 9006

SMAKKAÐU FISKINN OKKAR

Fisherman bistro er notalegur og fjölskylduvænn staður í hjarta Suðureyrar, sem er lítið en líflegt sjávarþorp á Vestfjörðum.

Á Fisherman bistro er boðið upp á ferskan og bragðgóðan fisk í bland við aðra ljúfenga rétti og svalandi drykki.


Opnunartímar kaffihúss
01. júní - 30. september 2024

Mán - Fim 15:00 - 22:00
Föstudagar 15:00 - 24:00
Laugardagar 12:00 - 24:00
Sunnudagar 12:00 - 21:00

Eldhúsið opið á milli 16 - 21

Á milli kl. 15:00 - 18:00 er gleðistund á barnum þar sem boðið er upp á 2 fyrir 1 af bjór á dælu og léttvínum.

Staðsetning: Aðalgata 15, 430 Suðureyri. Sími (+354) 450 9000 eða (+354) 450 9006

Search