Með tilkomu nýju Fisherman þorskbitana í tempura er fiskur ekki lengur bara mánudagsmatur, heldur frábær föstudagsmatur að hætti Breta.

Fisherman fagnar 20 ára afmæli 30. desember 2020. Þann 30.desember 2000 á Suðureyri var fyrirtækið VEG-gisting stofnað af þeim Elíasi Guðmundssyni, Guðmundi Svavarsyni og Val Richter. Tilgangurinn var að endurbyggja gamalt hús sem til stóð að rífa niður. Húsið fékkst fyrir 50 þúsund krónur og unnið var að endurbyggingu hússins sem áhugamál með annari vinnu.

Það er ekki að ástæðulausu að fiskibollurnar okkar er ein vinsælasta varan í netversluninni, enda eru þær bæði bragðgóðar og einfaldar í eldun. Fiskibollur Fisherman eru gamaldags fiskihakkbollur með lauk, eldaðar eftir gömlum vestfirskum hefðum, þar sem engu er til sparað. Með því að nota fiskihakk í fiskibollurnar, fremur en fiskifars, eins og algengt er í dag, verður áferðin grófari og bollurnar bragðbetri.  Alveg eins og amma er vön að gera þær. 

Search