Litlir Fiskibolluborgarar með beikoni og basilíku!

Sumt er svo klasískt og gott að það er engin ástæða til að breyta því. Þar má sjálfsagt helst nefna gömlu góðu fiskihakkbollurnar eins Fisherman gerir þær. Flestir borða þær með lauksmjöri og kartöflum á meðan sumum finnst þær bestar með hrísgrjónum og karrísósu. 

Þrátt fyrir það, er alltaf gaman að prófa eitthvað aðeins öðruvísi og setja gömlu góðu fiskihakkbollurnar í nýtt samhengi með nýju hráefni. Það er til dæmis einstaklega skemmtilegt og bragðgott að nota fiskihakkbollurnar í litla fiskibolluborgar með beikoni, basilíku og öðru gúmmulaði.

Þessi réttur er sára einfaldur, galdraður fram á nokkrum mínútum og hentar vel á veisluborðið, sem forréttur eða aðalréttur ef menn sporðenna tveim til þremur fikibolluborgurum. 

Rétt eins og með hamborgarana er ekki til einhver ein heilög uppskrift, hver á sinn borgara, en við mælum þó sérstaklega með þessari samsetningu.

- Lítið hamborgarbrauð með majónesi.
- Basilíka.
- Tómatur.
- Fetaostur í olíu.
- Steikt Fiskihakkbolla frá Fisherman.
- Stökkt beikon.
- Lítið hamborgarbrauð með BBQ sósu.

Þetta er svo borið fram með frönskum eða snakki ásamt sósu, til dæmis Tartarsósu Fisherman.

Frábær og skemmtileg leið fyrir alla fjölskylduna að borða bragðgóðar og hollar fiskihakkbollur í nýjum búningi.

Fiskhakkbollur Fisherman eru sérgerðar upp á gamla mátann, þar sem við notum grófhakkaðan línuveiddan þorsk og handsteikjum hverja fiskibollu fyrir þig, þannig að þú þarft aðeins að hita þær heima hjá þér. - Frábærar í alla matreiðslu.

Fiskhakkbollur Fisherman fást víða í verslunum, bæði ferskar og frystar.

Search