Hangireyktur jólakrans

Það er fátt jafn hátíðlegt eins og fallegur jólakrans. Hví ekki að hafa hann bragðgóðan líka og gera hann úr hangireyktum laxi frá Fisherman. Réttur sem setur hlaðborðið í enn hátíðlegri búning.

Það er auðvelt og einfalt að setja saman bragðgóðan laxakrans. Þú byrjar á því að smyrja góðum rjómaosti í hring á bakka svo er laxasneiðum raðað ofan á rjómaostinn og engin ástæða til að spara laxinn þegar það er gert. Hægt er að fá heil sneidd hangireykt laxaflök hjá fisherman sem spara þér mikla vinnu.

Að lokum er jólakransinn skreyttur með því sem þér dettur í hug, eins og dilli, sítrónu, granateplum, hnetum, möndlum, rauðlauk og radísum. - Einfalt og fallegt.

Inn í kransinn er svo upplagt að setja piparrótarsósu og blini pönnukökur frá Fisherman eða eitthvað annað gott kex.

Þú getur keypt hangireyktan lax frá Fisherman beint af okkur í gegnum vefverslun okkar eða fundið hann í verslunum um allt Ísland.

Verði ykkur að góðu.

 

 

 

Search