Fiskibollur Fisherman eru frábærar!

Uppskrift frá ömmu -  gamaldags fiskihakkbollur

Það er ekki að ástæðulausu að fiskibollurnar okkar er ein vinsælasta varan í netversluninni, enda eru þær bæði bragðgóðar og einfaldar í eldun. Fiskibollur Fisherman eru gamaldags fiskihakkbollur með lauk, eldaðar eftir gömlum vestfirskum hefðum, þar sem engu er til sparað. Með því að nota fiskihakk í fiskibollurnar, fremur en fiskifars, eins og algengt er í dag, verður áferðin grófari og bollurnar bragðbetri.  Alveg eins og amma er vön að gera þær. 


Hvernig á að elda fiskibollur 

Fiskibollurnar eru forsteiktar og fulleldaðar í framleiðslueldhúsi Fisherman fyrir vestan, til að tryggja gylltar og stökkar fiskibollur. Þú þarf því aðeins að steikja þær á pönnu í 3-5 mínútur heima hjá þér. Við mælum með að steikja bollurnar upp úr nóg af íslensku smjöri og lauk. Best er að byrja á því að bræða smjörið á heitri pönnunni ásamt smá olíu svo að það brenni ekki. Þegar smjörið er bráðið er bæði lauknum og fiskibollunum bætt á pönnuna og steiktar í 3-5 mínútur á heitri pönnunni.

Tartarsósa Fisherman er einstaklega góð með fiskibollum

Með fiskibollunum er gott að borða kartöflur og Fisherman tartarsósu sem fullkomnar máltíðina. Tartarsósa er móðursósa hins íslenska remolaði sem allir þekkja. Tartarsósan bíður þó upp á miklu ferskara bragð þar sem hún er fituminn og inniheldur bæði fersk kapers og súrar gúrkur sem gerir hana alveg einstaklega góða með öllum steiktum fiski.

Það er auðvelt að panta bæði fiskibollurnar og tartarsósuna í gegnum vefverslun Fisherman og fá heimsent í smartboxum, sem tryggja fullkomin gæði frá köldum sjónum og heim til þín upp á heita pönnuna.

Search