Tekið er við pöntunum í síma 450-9000 og í netfanginu fisherman@fisherman.is

Nýtt Fisherman reykhús rís á Vestfjörðum.

 

Aukin umsvif í sölu á fiski og fjölgun ferðamanna kallar á nýtt reykhús. Verið að að reisa nýtt Reykhús fyrir Fisherman á Vestfjörðum sem mun annast þær vinsældir sem reyktur og grafinn fiskur Fisherman hefur hlotið um allan heim.

Framkvæmdir hófust í sumar og er áætlað að þeim ljúki í lok árs, þegar fyrstu Fisherman fiskarnir verða reyktir í nýju og glæsilegu reykhúsi. Þá mun húsið einnig skipa mikilvægan sess í ferðaþjónustu Fisherman, þar sem fólk ferðast frá öllum heimshornum til að kynna sér uppruna og framleiðslu sjávarafurða frá Vestfjörðum.

Alls munu 20 ný störf skapast fyrir vestan með tilkomu nýja reykhússins og verður það því kærkomin viðbót við atvinnu- og mannlífið fyrir vestan. Þessu var fagnað á dögunum þegar Fisherman fjölskyldan hélt upp á reisugillið með því að gera sér glaðan dag fyrir vestan.

Search