Tekið er við pöntunum í síma 450-9000 og í netfanginu fisherman@fisherman.is

Vertíð á Vestfjörðum - Störf í boði

Vertíð á Vestfjörðum
- viltu vera með?

Viltu hámarka upplifun gesta okkar, skapa skemmtilegar minningar og vinna í vestfirsku þorpi þar sem allir elska fisk?  Við leitum að metnaðarfullu starfsfólki með ríka þjónustulund til að koma í hópinn og takast á við komandi sumarvertíð.

 

Sumarstörf

Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingum í sumarstörf.

  • Leiðsögn
  • Hótel
  • Kaffihús
  • Reykhús
  • Framleiðsla
  • Bílstjórar með meirapróf

Hæfnikröfur

  • Áhugi á mannlegum samskiptum og ólíkum menningarheimum
  • Áreiðanleiki, stundvísi og sveigjanleiki
  • Góð enskukunnátta skilyrði
  • Æskilegt að umsækjendur hafi náð 22 ára aldri

Almenn fríðindi   

  • Húsnæði sé þess óskað  - verbúð
  • Hollur og góður matur
  • Þjálfun og fræðsla

Störfin henta öllum kynjum


Pökkun og framleiðsla matvæla / Packaging and production

Við erum að bæta við okkur nýjum starfsmönnum við pökkun og framleiðlsu matvæla í nýju reykhúsi á Suðureyri. 
We are looking for employees for packaging and production of food in our new smokehouse in Suðureyri. 


Umsóknir um starf, skal senda til Amelía Ósk Hjálmarsdóttir, amelia@fisherman.is. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Further information provided by Amelía Ósk Hjálmarsdóttir, amelia@fisherman.is.  


Bókari í þjónustuver

Um er að ræða bókun á reikningum og móttaka á sölupöntunum í síma og með rafrænum hætti. Við erum staðsett í fjölskylduvænu umhverfi á Suðureyri í fallegu gömlu en uppgerðu timburhúsi sem er fullt af lífi og fjöri alla daga. Stutt er á milli Ísafjarðar og Suðureyrar svo búseta getur virkað í báðum tilfellum. Starfið er einnig í boði fyrir áhugasaman einstakling sem vill læra bókhald og almenn skrifstofustörf. Fisherman mun kosta þá þjálfun.

Helstu verkefni eru
  • Færsla á fjárhagsbókhaldi
  • Móttaka og skráning á sölupöntunum
Hæfniskröfur
  • Reynsla og áhugi er metin hjá okkur eins og menntun.
  • Áhugi á að læra nýja hluti og takast á við krefjandi verkefni.
  • Áhugi fyrir að veita góða þjónustu með faglegum samskiptu

Umsóknir um starf, skal senda til Elíasar Guðmundssonar, elias@fisherman.is fyrir 6.mars 2022. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.


Markaðs- og þjónustustjóri

Við leitum að jákvæðum og sjálfstæðum einstakling til að þróa, leiða og viðhalda markaðs- og þjónustustefnu Fisherman. Starfið krefst frumkvæðis og afburða samskiptahæfileika til að leiða góðan hóp til árangurs. Í boði er spennandi starf hjá fyrirtæki sem stækkar ört og hefur sterka framtíðarsýn.

Helstu verkefni eru

  • Að hafa umsjón með og fylgja eftir innleiðingu á markaðs og þjónustustefnu.
  • Að byggja upp og vera leiðtogi starfsmanna í framlínu fyrirtækisins.
  • Að leiða innri markaðssetningu með starfsfólki Fisherman.
  • Að veita eftirfylgni með sölu og markaðsáætlun.


Hæfniskröfur

  • Mikilvægt er að vera sælkeri.
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af markaðs- og kynningarstörfum.
  • Reynsla af sölu- og þjónustustörfum.
  • Umbótahugsun og afburða samskipta- og skipulagshæfni.
  • Jákvæðni og frumkvæði
  • Góð færni í íslensku og ensku, jafnt í töluðu sem rituðu máli.


Umsóknir um starf, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal senda til Eddu Gísladóttur, edda@fisherman.is fyrir 6.mars 2022. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.


Hvers vegna FISHERMAN?

Fisherman býr í litlu, fallegu sjávarþorpi á Vestfjörðum þar sem allt snýst um fisk. Við framleiðum og seljum vörur tengt fisk víða um heiminn. Við tökum á móti þúsundum gesta og bjóðum þeim að kynnast okkar starfsemi hvort sem er í gegnum dagsferðir eða hótelgistingu. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið með vörumerki okkar og viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni til að bæta lífsgæði í nútíð og framtíð. Hjá okkur ríkir heimilislegur og jákvæður starfsandi sem einkennist af metnaði, samstöðu og uppbyggilegum samskiptum. Við bjóðum upp á góðan aðbúnað og fjölskylduvænt vinnuumhverfi.

Search