Fisherman fiskur í fallegum gjafapakkningum.

 

Þessa dagana er allt á fullu í reykhúsi Fisherman.  Þar er unnið hörðum höndum við að hangireykja og grafa lax enda hefur hann verið ómissandi partur af jólaborði landsmanna. Íslendingar vilja njóta yfir hátíðirnar og eru Fisherman vörurnar bragðgóð hágæðavara sem hentar fyrir þá sem vilja staldra við og gera vel við sig og sína.

Það er ekki einfalt mál að framleiða þessa handverkuðu gæðavöru. Við hjá Fisherman kjósum að hangireykja laxinn okkar eftir aldagamalli aðferð til að tryggja stinnari og bragðbetri fisk sem landsmenn þekkja og hafa alist upp við árum saman.  Ef það er einhverntíma ástæða til að vera vanafastur og halda í gamlar hefðir, þá er það um jólin.

Það er ekki aðeins á Íslandi sem að hangireykti og grafni laxinn okkar er að slá í gegn, því útflutningur á okkar íslenska handverki hefur aukist jafn og þétt á milli ára og notið mikilla vinsælda bæði í Evrópu og Ameríku. Samhliða útflutningi höfum við einnig verið að lauma erlendu pakkningunum okkar í verslanir á Íslandi, enda eru það mjög fallegar og veglegar 300gr. pakkningar sem hafa vakið mikla athygli.  Við vitum að margir sem hafa nýtt nýju pakkningarnar okkar sem gjafir, þar sem fiskurinn kemur innpakkaður í fallegt umslag, innsiglað með Fisherman innsigli. - Falleg og bragðgóð gjöf það!

Eins og með allar aðrar Fisherman vörur er hægt að  panta þessa bragðgóðu og fallegu vöru í gegnum vefverslun okkarog fá sent heim að dyrum eða sækja til okkar. - Tilvalin tækisfærigjöf til að gleðja vini, fjölskyldu og vinnufélaga, nú eða bara til að njóta sjálfur.

Borðum meiri fisk um jólin!

Search