Heimsending auðveldar þér lífið í heimsfaraldri.

Það er auðveldara en þú heldur að panta fisk frá netverslun Fisherman og fá sent heim að dyrum, hvert á land sem er. Inn á vefverslun okkar má finna mikið úrval af ferskum og frosnum fiski ásamt tilbúnum fiskiréttum, sósum og öðru meðlæti. Þá bjóðum við einnig upp á mjög gott úrval af gröfnum, hangi- og heitreyktum laxi, silungi og bleikju.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina 

Með tilkomu vefverslun Fisherman færum við þér fiskibúðina heim í eldhúsið til þín, sem lágmarkar allt umstang við að nálgast ferskan og góðan fisk.  Fiskurinn er keyrður út um allt land, alla virka daga af starfsfólki Fisherman og Flytjanda sem er vopnað öflugum kæli- og frystibílum sem tryggir hámarksgæði allt frá því að fiskurinn er veiddur og þar til að hann er kominn í eldhúsið þitt.

Á covid tímum er hreinlegast að nota tæknina til að versla og bætast við fjölmennan hóp Íslendinga sem nýta vefverslun Fisherman til að kaupa í matinn vikulega. Það er nefnilega ekkert flóknara að panta ferskan fisk í gegnum netið eins og pizzu, sem flest okkar hafa gert.

Hugaðu að heilsunni í sóttkví 

Heimsendur fiskur er frábær lausn fyrir þá sem eru í sóttkví og langar í bragðgóðan fisk, ferskan, reyktan eða grafinn. Þegar þú pantar fiskinn þá greiðir þú fyrir vöruna og setur inn athugasemd um að þú sért í sóttkví. Með því móti getum við gert ráðstafanir til að afhenda þér fiskinni snertilaust, svo þú getir notið þess að borða góðan fisk á meðan þú ert í sóttkví.

Við erum öll í þessu saman

Vinnum saman, veljum íslenskt og spornum við veirunni með því að gæta að hreinlæti og forðast mannmarga staði, til að mynda með því að panta fiskinn þinn í gengnum Fisherman.is.

Verum örugg og borðum meiri fisk.

Search