Tekið er við pöntunum í síma 450-9000 og í netfanginu fisherman@fisherman.is

Fisherman einfaldar þér veisluna

Galdurinn á bakvið gott veisluhlaðborð er hangireyktur lax frá Fisherman. Laxinn er þurrsaltaður og hengdur upp á snæri og reyktur á gamla mátann. Þannig að fiskurinn inniheldur engin aukaefni. Hjá Fisherman er hangreykti laxinn hengdur upp og kaldreyktur sem tryggir einstakt bragð og frábær gæði. Með því að hengja laxinn upp í reykingu lekur meira vökvi af honum sem gerir fiskinn þéttari í sér og enn bragðbetri.


Hangireyktur lax hefur verið ómissandi á jólahlaðborðum íslendinga undanfarna áratugi, enda tengja margir íslendingar hann við jólin. Þrátt fyrir að það sé ekki útlit fyrir fjölmenn jólahlaðborð á næstu vikum er engin ástæða til þess að neita sér um gómsætan laxabita. Það er tilvalið fyrir nánustu fjölskylduna að slá saman í lítið fjölskyldu jólahlaðborð og fá hjálp frá heilögu hátíðarþrenningunni frá Vestfjörðum; heitreyktan lax, blini og piparrótarsósu Fisherman.

Saman myndar þessi þrenning hin fullkomna rétt á öll veisluborð, stór og smá. Blini með hangireyktum lax og Fisherman piparrótarsósa er frábær tapasréttur sem má galdra fram á augabragði með lágmaks umstangi en hámarks ánægju fyrir bragðlaukana.

Hægt er að nálgast allar þessar vörur og meira til á netverslun okkar, Fisherman.is. Það er auðvelt og fljótlegt að panta og fá heimsent hvert á land sem er, þar sem fiskurinn er keyrður heim að dyrum í kæli- og frystibílum sem tryggir fullkomin gæði alla leiðina heim til þín. 

Search