Gerðu Fisherman "Fish & Chips"heima hjá þér

Fisherman færir þér "Fish & Chips" heim

Fisherman þorskur í tempura er frábær leið til að gera fullkomið Fish & Chips.

Það eru margir sem sakna þess að fara í Fiskisjoppuna á Hagamel og fá sér fisk og franskar, sem var einn vinsælasti réttur fiskisjoppunar.  Nú kynnum við stolt þorsk í tempura, í nýjum smartboxum, sem gera þér kleift að elda einfaldan og gómsætan fisk heima hjá sér að hætti Fiskisjoppu Fisherman. 

Fisherman Fish & Chips with Tartarsauce.  Fiskur og franskar með tartarsósu

Leyniuppskrift frá ömmu foreldað í eldhúsinu okkar

Þorskbitarnir eru hjúpaðir með leyniaðferð Fisherman.  Þeir er snögg-forsteiktir í eldhúsinu hjá okkur á Vestfjörðum þannig að hjúpurinn verður stökkur án þess þó að elda fiskinn. Næst er fiskurinn hraðfrystur og að lokum pakkað í smartboxin sem tryggja hámarks ferskleika og einfalda matreiðsluna fyrir þig.

Fisherman Fish & Chips er þorskur í tempura

Hvernig á að elda Fisherman þorsk í tempura heima?

Það er lýgilega einfalt að elda þennan þjóðarrétt Breta með Fisherman þorsk í tempura. Best er að setja fiskinn frosinn á bökunargrind inn í 200° heitan ofn á blástur, til að fá hjúpinn extra stökkan. Það er algjör óþarfi að þýða bitana fyrir eldun, bara skella þeim beint í ofninn í 15-20 mínútur. Með því móti verða þeir safaríkir og bragðgóðir. - Varist að ofelda fiskinn.

Við mælum með að elda franskarnar samhliða fisknum. Bara skella þeim í ofnskúffu fyrir neðan fiskinn og láta ofninn sjá um rest. Einfaldara verður það varla. Ekkert djúpsteikingarrugl og sóðaskapur. Bara brakandi stökkir og gylltir fiskbitar með safaríkum fiski, og franskar beint úr ofninum heima hjá þér.

Órjúfanlegur partur af hefðbundum Fish & Chips er svo auðvitað Fisherman tartarsósa sem fullkomnar máltíðina ásamt sítrónu og grænum baunum, ef menn vilja bera fiskinn fram á breska vísu. 

Fisherman Fish and Chips fiskur og franskar þorskur i tempura

Smartboxin með þorskinum fást í netverslun Fisherman

Hægt er að panta Fisherman þorsk í tempura beint í netverslun okkar og fá sent heim að dyrum, hvar sem þú ert á landinu. Þorskbitarnir eru lausfrystir í smartboxunum þannig að það er ekkert mál að elda bara það sem þú þarft hverju sinni og geyma restina áfram í frysti, þar sem smartboxin vernda fiskinn og tryggja hámarksgæði hans í heilt ár ef pokanum í smartboxinu er lokað vel.

Gerðu þér glaðan dag og taktu smá ferðalag til Bretlands, heima í eldhúsinu þínu með Fish & Chips frá Fisherman.

Hér er hægt að panta þorsk í tempura í vefverslun okkar.

 Fisherman netverslun færir þér fiskinn beint heim að dyrum

#heimamedfisherman #bordummeirifisk

Search