Um Fisherman
3.716 ISK
Heitreykt laxaflak. Beinlaus með roði.
Laxinn er þurrsaltaður og heitreyktur. Fiskurinn er fulleldaður og má því nota beint í salat, fiskrétti eða snæða einan og sér. Það er einstaklega gott að hita hann aðeins og boða með kartöflum og smjöri.
Laxinum er pakkað í lofttæmdar umbúðir til að tryggja hámarksgæði og geymsluþol.
Laxinn er úr íslensku sjóeldi og er ræktaður án sýklalyfja.
Vörunúmer: 2222
Tekið er við pöntunum í síma 450-9000 og í netfanginu fisherman@fisherman.is
Íslenskur eldislax sem er ræktaður án sýklalyfja (98%), salt (2%)
Geymist í lokuðum umbúðum á hreinum og þurrum stað í frosti í 18 mánuði við -18°c.
Heitreyktur lax "Ketóvæn" uppskrift.
Til að útbúa þetta gómsæta og holla laxasalat þarf:
Einn bita af heitreyktum Fisherman lax
Handfylli af spínati
Hálft avodaco
Eina sneið af rauðlauk
Nokkra litla tómata
Feta ost
Pekanhnetur
Eitt linsoðið egg
Örlítið salt, pipar og graslauk
Einfaldara verður það varla og bæði bragðlaukar og heilsufar mun fagna þessu gómsæta og holla salati.
Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á vefsíðunni. Frekari upplýsingar um vefkökur má finna hér