Tekið er við pöntunum í síma 450-9000 og í netfanginu fisherman@fisherman.is

Ísbíllinn selur fisk frá Fisherman

Flestir landar eru farnir að þekkja hljóðið í bjöllunni á Ísbílnum. Bjallan glymur og börn skjótast úr fylgsnum sínum til að finna mömmu og pabba og spyrja hvort að þau geti ekki örugglega keypt ís. 

Fiskur, sjór og þari

Eftirvæntingin leyndi sér ekki síður þegar Ísbíllinn renndi inn Dýrafjörðinn á heitum sumardegi.  Húsmóðirin í Grasi var með fullt hús af gestum, svo til tóman ísskáp og kvöldmatartími að nálgast.  

Ísbíllinn með Fisherman vörur 

Í ísbílnum er nefnilega hægt að kaupa dýrindis Fisherman fiskibollur, þorsk í orly og Humar og það eru sumir löngu búnir að uppgötva ;-). 

Fisherman humar á grillið 
Ef þetta var ekki stundin til að splæsa í Humar þá væri það aldrei! Sól, hiti og logn, við fjöruborðið í faðmi vestfirskra fjalla umvafin góðum vinum. 

  Humarveisla Fisherman

Að grilla humar er einfaldlega svo einfalt og klikkar aldrei. Tekur smá tíma að verka humarinn, klippa og snyrta en svo er restin leikur einn.  

Smartbox Fisherman
Humarinn kemur í svokölluðum smartboxum sem tryggja endingu og gæði hráefnis. Kassarnir eru í frábærri stærð.  Það er auðvelt að smeygja þeim í frystinn og svo er varan lausfryst í kassanum svo mjög auðvelt er að taka það magn og þýða það sem maður þarf hverju sinni. 

Ekki einn ísbíll heldur ellefu
Fylgist með því að Ísbíllinn er ekki bara einn heldur eru þeir orðnir ellefu talsins og má fylgjast með ferðum þeirra á korti á heimasíðu Ísbílsins. 

http://isbillinn.is/kort/












 

 

 

 

 

Search