Tekið er við pöntunum í síma 450-9000 og í netfanginu fisherman@fisherman.is

Fisherman fiskur fæst nú heimsendur í nýjum smartboxum!

Smartbox í heimsendingu 

Fisherman hefur tekið í notkun ný smartbox fyrir fisk og fiskivörur sem Fisherman selur í gegnum netverslun sína, enda hefur sala á fiski þar aukist mikið í því Covid ástandi sem heimurinn er að kljást við. Fyrir vikið hafa margir áttað sig á því hversu einfalt og fljótlegt það er að panta fisk á netinu.

Með tilkomu smartboxa er ekkert mál að panta frosinn fisk frá Fisherman í gegnum vefverslun okkar og fá hann sendan heim að dyrum. Smartboxin vernda vöruna, allt frá vinnslunni okkar á Vestfjörðum og heim til þín, hvar sem þú ert á landinu.



Smartboxin eru hönnuð til að koma í veg fyrir að íshröngl myndist á fisknum og því óþarfi að íshúða hann í framleiðslu sem minnkar vatnsmagn í vörunni. Fiskurinn er lausfrystur þannig að það er ekkert mál að taka bara það magn sem þú þarft hverju sinni og geyma restina í hentugum kassa sem passar í öll frystihólf. Þannig tryggir smartboxið hámarksgæði og kemur í veg fyrir matarsóun. Með því að loka bæði smartboxinu og pokanum sem er í honum vel, geymist fiskurinn í frysti í heilt ár.



Hægt er að panta fjölbreyttar vörur frá Fisherman í gegnum vefverslun okkar og fá sendar heim að dyrum í nýju smartboxunum. Frosna ýsu og þorsk í bitum, gellur, humar og rækjur ásamt tilbúnum réttum eins og þorsk í raspi, þorsk í tempura og gómsætar fiskihakkbollur upp á gamla mátann.


Allt er þetta tilbúið til matreiðslu beint úr frysti, bara sett í ofninn, pottin eða á pönnuna. Nútímakokkar hversdagsins ættu alltaf að eiga eitt smartbox með fiskihakkbollum inn í frysti og draga fram þegar fjölskyldan vil fá gómsætan og kjarngóðan kvöldverð á mettíma.


Fiskihakkbollurnar okkar eru bestar steiktar á pönnu með smjöri og lauk. Bornar fram með kartöflum, grænmeti og tartarsósu Fisherman. Fullkominn réttur sem öll fjölskyldan elskar, sérstaklega börnin og afi og amma.



Hér er hægt að kaupa fisk í smartboxi og fá sendan heim til sín.

Verum smart og borðum meiri fisk!

Search