Um Fisherman
2.517 ISK
Þorskbitar í raspi í handhægum 800gr pakkningum. Bitarnir eru lausfrystir og því er auðvelt að taka bara það magn sem þú þarft og setja beint á pönnuna eða í ofninn.
Við mælum með að steikja þorskbita í raspi upp úr smjöri ásamt sneiddum lauk og bera fram með kartöflum og Fisherman tartarsósu.
Einfalt, þægilegt og fljótlegt.
Aðeins er notaður umhverfisvænn línuveiddur þorskur í þessa vöru.
Pakkning: 800 gr.
Vörunúmer: M2308
Geymsluþol: 18 mánuðir við -18°c.
Tekið er við pöntunum í síma 450-9000 og í netfanginu fisherman@fisherman.is
Fisherman er fyrsta íslenska fyrirtækið sem selur fisk í neytendapakkningum til að fá bæði ASC og MSC umhverfisvottanir um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð. Þannig vill Fisherman vera leiðandi í umhverfisvænum valkostum þegar kemur að matvælaframleiðslu á Íslandi.
Það hefur verið langt og strangt ferli að landa þessum virtu umhverfisvottunum.Þær koma í kjölfarið á ítarlegum úttektum á okkar framleiðsluháttum og verklagi þar sem gæðakröfur við framleiðslu og virðing fyrir umhverfinu er höfð að leiðarljósi.
Villtur fiskur í sjó er takmörkuð auðlind en með sjálfbærum fiskveiðum og umhverfisvænu fiskeldi er hægt að mæta fólksfjölgun og nútímakröfum um hágæða matvæli með lágmarks vistspor.
Fisherman þarf að uppfylla fjölda skilyrða til að hljóta þessar virtustu umhverfisvottanir heims. Til að byrja með verslar Fisherman aðeins hráefni frá ASC vottuðu fiskeldi og MSC vottuðum fiskveiðum. Við getum ekki selt umhverfisvottaðar vörur nema að okkar samstarfsaðilar séu með vottun líka. Þannig þarf Fisherman að tryggja fullkominn rekjanleika á öllum sínum fiski, þannig að hægt sé að rekja hvern fisk frá hafi og beint á diskinn þinn!
Til að uppfylla kröfur ASC um notkun á eldisfiski:
- Skal fiskeldið ekki skaða umhverfi sitt.
- Skal fiskeldið takmarka notkun á lyfjum og skaðlegum efnum.
- Skal fiskeldið hafa dýravelferð í fyrirrúmi.
Til að uppfylla kröfur MSC um notkun á fiski frá fiskveiðum:
- Skal fiskurinn veiddur úr sterkum fiskistofnum.
- Skal fiskurinn veiddur á umhverfisvænan hátt.
- Skal fiskurinn veiddur samkvæmt sjálfbæru veiðistjórnunarkerfi.
Þess fyrir utan þarf Fisherman að sýna samfélagslega ábyrgð, til að mynda með því að tryggja starfsfólki sínu sanngjörn laun og öryggi á vinnustað.
Með því að versla umhverfisvottaðar vörur frá Fisherman getur þú verið viss um að vörurnar séu umhverfisvænar og unnar á sjálfbæran hátt með viðurkenndum vinnsluaðferðum þar sem allt er skráð og hægt að rekja hverja vöru aftur í uppruna sinn. Með því að velja umhverfisvænar og vottaðar vörur geta neytendur lagt sitt af mörkum og borðað bragðgóðan fisk með góðri samvisku.
Línuveiddur Þorskur (83%), raspur (11%) (brauðraspur (hveiti, salt, krydd, ger), grænmetiskraftur (salt, maltódextrín, sterkja, ger, grænmeti (laukur, gulrætur, blaðlaukur), bragðefni, gulrótarsafi, krydd)), deig (vatn, hveiti, maltað hveiti, umbreytt maíssterkja, mjölmeðhöndlunarefni (E300)).
Geymist í lokuðum umbúðum á hreinum og þurrum stað í frosti í
18 mánuði við -18°c.
Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á vefsíðunni. Frekari upplýsingar um vefkökur má finna hér