Tekið er við pöntunum í síma 450-9000 og í netfanginu fisherman@fisherman.is

Hangireykt Laxa Carpaccio

Carpaccio með hangireyktum lax frá Fisherman er einstaklega fljótlegur, fallegur og bragðgóður réttur, hvort sem ykkur vantar fágaðan forrétt, skemmtiegan bröns eða léttan hádegismat.

Galdurinn á bakvið gott laxa carpaccio er að velja lax sem er þéttur í sér og fitulítill. Þar kemur hangireyktur lax frá Fisherman sterkur inn, enda er hann hengdur upp á snæri á gamla mátann og reyktur þannig. Fyrir vikið verður laxinn bragðbetri, þéttari í sér og fituminni en lax sem er reyktur á grindum. Þegar laxinn er hengdur upp á hann auðveldara með að losa sig við umfram fitu, sem lax, reyktur á grindum gerir ekki og því mælum við sterklega með hangireyktum laxi ef þú ætlar að gera gott carpaccio.

Hér getur þú fræðst frekar um munin á hangireyktum laxi og öðrum reyktum laxi

Það er bæði létt og skemmtilegt að gera laxa carpaccio og hægt að nota þau hráefni sem eru til á heimilinu og leika sér með mismunandi hráefni og útfærslur.

Í okkar útfærslu ræður einfaldleikinn för, svo að laxinn fái að njóta sín í botn.

Það sem þú þarft:

- Hangireyktan lax frá Fisherman
- Piparrótarsósu frá Fisherman
- Ristaðar furuhnetur
- Graslauk
- Fetaost
- Lime
- Kavíar

Aðferðin er einföld:

Þunnu lagi af Fisherman piparrótarsósu er smurt á diskinn áður en laxinn er þunnt skorinn (eða keyptur í sneiðum) og lagður ofan á piparrótarsósuna. Því næst eru furuhnetum, fetaosti og graslauk stráð yfir laxinn ásamt góðri skeið af kavíar. Að lokum er smávegis af lime kreist yfir réttinn og hann lagður á borð fyrir gesti.

Einfaldur og fallegur réttur sem er auðvelt að galdra fram á stuttum tíma fyrir vini og fjölskyldu.

Svo er um að gera að prófa sig áfram með hráefni, en lykillinn er að finna jafnvægið á móti fiskinum með skemmtilegum hráefnum. Mikilvægt er að hafa eitthvað fersk, súrt, sterkt og saltað til að ná hinu fullkomna jafnvægi í réttinum.

Það er hægt að kaupa hangireyktan lax beint af okkur í gegnum vefsíðuna www.fisherman.is. Svo er hann einnig til sölu í eftirfarandi verslunum: Hagkaup, Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin, Iceland og Heimkaup.

Verði ykkur að góðu!

Search