Fisherman leggur metnað sinn í að nota einungis fyrsta flokks hráefni í vörur sínar. Hann kemur frá litlu sjávarþorpi sem byggir á gömlum íslenskum hefðum tengdum fiski.

 

Með reynslu og ástríðu fyrir fyrsta flokks fiski og góðum mat býður Fisherman þér að upplifa hreina og einfalda sælkeramáltíð.

 

 

BORÐUM MEIRI FISK!

Salöt Síld Sósur

Sósur sem fullkomna hvaða fiskimáltíð sem er. Gæðasíld og salöt sem eru frábær viðbót á veisluborðið.

Nýtt í Hagkaup

Fiskréttir Fisherman eru einfaldir og handhæg samsetning sem gerir þig að listakokki. Hollur matur fyrir kröfuharða tilbúinn á innan við 10 mínútum.

Umhverfisvænar umbúðir

Fiskirétttabakkinn er umhverfisvænn því að hægt er að skilja plastið frá pappanum á afar einfaldan máta.

UM FISHERMAN

Fisherman var stofnað á Suðureyri árið 2000 og hefur sérhæft sig í móttöku ferðamanna undanfarin ár með áherslu á daglega lífið í litlu sjávarþorpi úti á landi. Fisherman rekur hótel á Suðureyri, sjávarrétta- veitingahúsið Kitchen og kaffihús þar sem fiskur er allstaðar aðalsmerkið.

 

Undanfarin ár hafa þúsundir gesta tekið þátt í sælkeraferðum sem fyrirtækið bíður uppá en þar fara gestir í göngu um þorpið, kynnast sögu bæjarins, fá að smakka alls kyns góðgæti og heimsækja svo fiskvinnsluna Íslandssögu.

 

Markmið Fisherman að hvetja til meiri fiskneyslu hjá íslensku þjóðinni með því að auðvelda aðgengið að handhægum, flottum sjávarafurðum.

Fisherman Veitingahús Vestfjörðjum
Fisherman Kaffihús Vestfjörðum
Fisherman Sælkeraferð Vestfjörðum
Fisherman Sælkeraferð Vestfjörðum

Fisherman ehf.
450 9000
Fisherman.is
fisherman@fisherman.is
#fishermaniceland