Fisherman hefur verið leiðandi á markaði þegar kemur að umhverfisvænum umbúðum og nú höfum við kynnt til sögunar nýjar pappírsumbúðir fyrir ASC umhverfisvottaðan reyktan og grafinn fisk.
Með tilkomu nýju Fisherman þorskbitana í tempura er fiskur ekki lengur bara mánudagsmatur, heldur frábær föstudagsmatur að hætti Breta.

Fisherman fagnar 20 ára afmæli 30. desember 2020. Þann 30.desember 2000 á Suðureyri var fyrirtækið VEG-gisting stofnað af þeim Elíasi Guðmundssyni, Guðmundi Svavarsyni og Val Richter. Tilgangurinn var að endurbyggja gamalt hús sem til stóð að rífa niður. Húsið fékkst fyrir 50 þúsund krónur og unnið var að endurbyggingu hússins sem áhugamál með annari vinnu.

Search