Kíkið í heimsókn

Verið velkomin til Fisherman

Fyrsta flokks sjávarafurðir og alíslensk upplifun

FISHERMAN kemur frá litlu sjávarþorpi á Vestfjörðunum. Þar bjóðum við upp á dagsferðina Seafood Trail, þar sem gestir fá að kynnast lífinu í litlu fiskiþorpi þar sem allt snýst um fisk. Fyrir þá sem vilja dvelja lengur þá bjóðum við upp á gistingu á hótelinu okkar og hressingar er hægt að njóta á kaffihúsinu okkar sem og veitingastaðnum, þar sem kokkarnir okkar reiða fram einar ferskustu kræsingar sem finnast! Fyrir þá sem vilja taka með eitthvað til að minnast okkar erum við með línu af hágæða varningi eins og harðfisk og fiskilifur sem auðvelt er að grípa með og einnig er gaman að gefa. Vegna þess hversu vestarlega við erum á landinu og veðrið gefur okkur engan grið þá er lokað hjá okkur yfir vetrarmánuðina, en það getur orðið anso huggulegt í litla þorpinu okkar á þeim tíma. En örvæntið ekki, við höldum okkur við efnið í Reykjavík, nánar tiltekið á Hagamel í Vesturbænum þar sem við rekum Fiskisjoppu Fisherman og höfum fengið einstaklega góðar viðtökur þar, bæði af innlendum og erlendum gestum. Einnig bjóðum við upp á úrval gæðafiskafurða í verslunum víða um borgina.

Við hlökkum til að sjá þig!

Gistu á hótelinu okkar á Vestfjörðunum

Fisherman hótelið býður upp á einstaklingsherbergi, herbergi fyrir tvo og fjölskylduherbergi með eða án einkasalernis. Ókeypis þráðlaus nettenging. Athugið að hótelið er reyklaust. Ef þörf er á getum við sótt gesti á flugvöllinn á Ísafirði.

Opið frá 1. maí til 1. október
Fisherman Kitchen in Suðureyri Westfjords

Láttu bragðlaukana leika við þig

Á veitingastað hótelsins bjóðum við upp á morgunverðahlaðborð og dýrindis sjávarréttakvöldverðarseðil. Kaffihúsið okkar, sem einnig er móttaka, er staðsett í gömlu kjörbúðinni hinumegin við götuna.

Opið milli 8:00 og 22:00 frá 1. maí til 1. október

Sælkeradagsferð: Seafood trail

Nú er tækifærið að kynnast lífinu í litlu sjávarþorpi við heimskautabaug. Í þessari ferð kynnumst við þeim menningararfi sem fiskurinn hefur fært okkur og hvernig lífið í litlu sjávarplássi snýst um fisk frá morgni til kvölds. Við göngum með innfæddum leiðsögumanni og fáum að heyra sögur úr þorpinu, fáum að kynnast fiskvinnslunni í bænum og fáum einnig að smakka á góðgæti á leiðinni.

Ferðin okkar er í boði frá 1. maí til 1. október

Fiskisjoppa & eldhús í Reykjavík

Verið velkomin í Fiskisjoppuna okkar á Hagamel 67, 107 Reykjavík. Í nútímalegu og afslöppuðu andrúmslofti bjóðum við upp á ferska fiskrétti sem hægt er að borða á staðnum eða taka með heim. Einnig geta fyrirtæki pantað hjá okkur mat í hádeginu.

Opið milli 12:00 og 21:00 mánudaga til laugardaga
0
Visitors gourmet seafood tour
0
Habitants at Suðureyri
0
Kilometers from Isafjordur to Sudureyri
0
Traffic light at our village

borðum meiri fisk!

Fisherman ehf.
Aðalgata 15
430 Suðureyri
Tel: +354 450 9000
email: fisherman@fisherman.is

Bankaupplýsingar
0301-26-7966
Vsk. 88543
SSID: 6111050960
IBAN: IS61 0301 2600 7966 6111 0509 60
SWIFT: ESJAISRE

Framkvæmdastjóri
Elías Guðmundsson
Sími: +354 450 9000
Farsími: +354 862 6200
elias@fisherman.is

Hluthafar eru Elías Guðmundsson, Solemio ehf.
Stjórnarmeðlimir
Eggert Dagbjartsson
Björg Bergsveinsdóttir
Arnar Már Snorrason