Kíkið í heimsókn

Verið velkomin til Fisherman

Fyrsta flokks sjávarafurðir og alíslensk upplifun

Fisherman hefur starfað í tvo áratugi við að hjálpa gestum sem heimsækja Ísland að upplifa fisk í gegnum ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Ferðamenn hófu að kaupa fisk af fyrirtækinu sem hefur núna leitt til þess að Fisherman framleiðir fjölbreytt úrval af vörum tengt fisk fyrir smásölu og veitingamarkað víða um heim. Verklagið byggir því á gömlum íslenskum hefðum, venjum og reynslu. Starfsfólkið er flest alið upp í sjávarþorpum á Vestfjörðum þar sem saga um framleiðslu á fisk spannar nokkur hundruð ár. Reynsla og þekking á fisk er því innbyggt í samfélagið og menningu fyrirtækisins. Það má því segja að allir starfsmenn hafi ástríðu fyrir fisk og þess vegna segjum við með stolti, við elskum fisk.

Við hlökkum til að sjá þig!

Gistu á hótelinu okkar á Vestfjörðunum

Fisherman hótelið býður upp á einstaklingsherbergi, herbergi fyrir tvo og fjölskylduherbergi með eða án einkasalernis. Ókeypis þráðlaus nettenging. Athugið að hótelið er reyklaust. Ef þörf er á getum við sótt gesti á flugvöllinn á Ísafirði.

Opið frá 1. maí til 1. október

Netverslun Fisherman

Við bjóðum upp á fría heimsendingu ef verslað er fyrir 20 þúsund krónur eða meira. Vara sem pöntuð er fyrir hádegi, er afgreidd á höfuðborgarsvæðinu morguninn eftir. Netverslunin er opin öllum, ekki þarf fyrirtækja kennitölu.

Sælkeradagsferð: Seafood trail

Nú er tækifærið að kynnast lífinu í litlu sjávarþorpi við heimskautabaug. Í þessari ferð kynnumst við þeim menningararfi sem fiskurinn hefur fært okkur og hvernig lífið í litlu sjávarplássi snýst um fisk frá morgni til kvölds. Við göngum með innfæddum leiðsögumanni og fáum að heyra sögur úr þorpinu, fáum að kynnast fiskvinnslunni í bænum og fáum einnig að smakka á góðgæti á leiðinni.

Ferðin er í boði fyrir hópa
0
Visitors gourmet seafood tour
0
Habitants at Suðureyri
0
Kilometers from Isafjordur to Sudureyri
0
Traffic light at our village

borðum meiri fisk!