Sælkeraferð

A taste of Iceland with a local guide

Vinsæla sælkeraferðin okkar er í boði allan ársins hring!

Sælkeraferð í sjávarþorpi

Nú er tækifærið að kynnast lífinu í litlu sjávarþorpi við heimskautabaug. Í þessari ferð kynnumst við þeim menningararfi sem fiskurinn hefur fært okkur og hvernig lífið í litlu sjávarplássi snýst um fisk frá morgni til kvölds. Við göngum með innfæddum leiðsögumanni og fáum að heyra sögur úr þorpinu, fáum að kynnast fiskvinnslunni í bænum og fáum einnig að smakka á góðgæti á leiðinni.

Af hverju ekki að vera túristi í eigin landi svona til tilbreytingar? Það er alltaf gaman að kynnast landinu sínu örlítið betur og það gera gestir í þessari ferð. Fyrir sælkerana þá bjóðum við upp á smakk af ýmisskonar gúmmelaði á leiðinni.

Fararstjóri frá svæðinu

Brottfarartímar eru klukkan 09, 11, 13 og 15 frá 15.maí til 15.september. Nauðsynlegt að bóka fyrirfram.

Lagt er af stað í túrinn við Suðureyrarakirkju. Vinsamlegast mætið 10 mínútur fyrir brottför.

Hægt er að bóka með tölvupósti á: fisherman@fisherman.is

Lengd ferðar 1,5 klst

Verð:  6.000 krónur á mann

Sendið okkur nöfn og komutíma á fisherman@fisherman.is. Við sendum tölvupóst til baka með staðfestingu. Greiðið í upphafi ferðar.