Fiskisjoppa & eldhús

Settu saman þína máltíð

Þú velur þér fiskinn

Ýsa
Þorskur
Lax
Bleikja
Steiktar Gellur
Fiskibollur

Þú velur þér meðlæti

Rjómasoðið bankabygg
Franskar kartöflur
Sætkartöflu-rófumús
Bakað rótargrænmeti
Djúpsteiktir Kartöflubitar

Þú velur þér sósu

Hvítlauks- og steinselju
Tartar
Tómat piri piri
Hollandaise
Piparrótar
Bernaise
Teriyaki

Salat fylgir með öllum máltíðum

Máltíðir 1.990 kr

Sérréttir hússins

Fiskur & franskar
með salati og tartarsósu
1.990 kr.

Laxaborgari
með frönskum, salati og sósu
1.990 kr

Plokkfisksamloka 
með frönskum, salati og bernaisesósu
1.990 kr

Fiskisúpa Fisherman
Borin fram með brauði og smjöri
1.590 kr

Vegansúpa Fisherman
Borin fram með brauði og smjöri
1.590 kr

Borðaðu á staðnum

Okkur finnst gaman að færa fólki góða máltíð. Þú getur valið þér málátíð eftir eigin höfði eða valið af sérréttarseðli. Endilega staldraðu við og bragðaðu á einum af okkar gómsætu réttum í fallegu umhverfi. Við erum virkilega stolt af litlu fiskisjoppunni okkar!

smjörsteikt bleikja

Taktu með heim

Þú velur þér fisk, meðlæti og sósu til að fara með heim. Fiskinn geturðu fengið eldaðan á staðnum eða óeldaðan til að elda heima. Fljótlegra, ferskara og hollara verður það ekki.

Gjöf fyrir vandláta

Matgæðingum finnst gaman að fá eitthvað matarkyns í gjöf. Við seljum fyrsta flokks harðfisk að vestan, niðursoðna þorsk- og skötuselslifur sem frakkarnir segja hið mesta lostæti, einnig sólþurrkað söl og sjávarsalt. Þessi þurrvörulína okkar hefur fengið viðurkenningu fyrir framúrskarandi hönnun og er því gjöf sem er extra gaman að gefa. Og ekki skemmir fyrir að innihaldið telst vera alger ofurfæða.

Hádegismatur fyrir fyrirtækið

Pantaðu hollan hádegismat fyrir þína starfsmenn. Mörg fyrirtæki eru í fastri mataráskrift hjá okkur og fá mat sendan daglega eða ákveðna daga í viku. Önnur panta þegar starfsmenn gera sér dagamun. Matarpantanir þurfa að berast fyrir kl. 15:00 daginn áður.

Opið frá 12:00 til 21:00 mánudaga til laugardaga. Lokað á sunnudögum.

Við erum viðskiptavinum okkar afar þakklát fyrir góðar viðtökur!